Fréttir og greinaskrif
Gleðileg jól
Starfsfólk Trésmiðjunnar Akurs óskar viðskiptavinum sínum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Akurshús í Skagafjörðinn
Enn eitt Akurshúsið rís þessa daganna út á landi. Er þetta fimmta timbureiningahúsið sem Akurs reisir á árinu utan Akraness. Í byrjun vikunnar var húsið flutt á byggingarstað sem er í Varmahlíð. Sem fyrr er það Bifreiðastöð ÞÞÞ sem flytur fyrir okkur húseiningar og...
Frístundahús í Skorradalinn
Nú í vikunni var um 72,5 m2 frístundahúsi skilað til eigenda sinna, en það var forsmíðað úr timbureiningum á verkstæði Akurs og reist á steinsteyptar undirstöður, sem eigendur voru búin að gera á lóð í Skorradal. Húsið er klætt með bandsagaðri furuklæðningu að utan....
Fréttir og greinaskrif
AKURShús – fljótlegur og hagkvæmur byggingakostur
Það tekur aðeins nokkra daga að gera AKURShús fokheld. Eftir 1. dag er búið að reisa útveggjagrindur og stífa af húsið.
Á 5. degi er búið að ganga frá klæðningum utan húss. Svo sem útveggjaklæðningu, þakklæðningu og uppsetningu þakrenna og niðurfallsröra. Húsið er komið á byggingarstig nr.4 samkvæmt ÍST 51 – Fokheld bygging.
ára byggingareynsla
Nokkur af okkar verkum
2019
Fjólulundur 5-7 – Parhús
2019
Fjólulundur 9-11-13 – Raðhús
2018
Fjólulundur 6-8 – Parhús
Við erum engir nýgræðingar
Frá stofnun fyrirtækisins hafa verkefnin verið stór sem smá og afar fjölbreytt. Frá því að byggja heilu fjölbýlishúsins sinnum við nýsmíði og endurbótum. T.d. sá Akur um endurbætur á móttöku Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi árið 2015.

Hringdu:
430 6600
Við byggjum fyrir þig
Frá árinu 1980 hefur Akur framleitt timbureiningahús og önnur forsmíðuð hús. Við höfum framleitt vinnubúðir, skrifstofuhús, leikskóla, íbúðarhús og sumarhús. Skoðaðu teikningarnar okkar af íbúðarhúsunum eða sumarhúsunum og kannað hvort þú finnur hús við þitt hæfi. Lagfæringar og breytingar á teikningum vinnum við ávallt með fólki sem er í byggingarhugleiðingum.