Undanfarna daga hafa starfsmenn Akurs unnið við reisningu á Akurshúsi á jörðinni Kringlumýri í Skagafirði. 30. september s.l. var farið af stað með veggeiningar og annað efni til að gera húsið fullbúið að utan.

Húsið er um 170 m2 að stærð með innbyggðri bílgeymslu og er byggt úr forsmíðuðum timbureiningum. Framleiðsla eininga hófst upp úr miðjum ágúst s.l. Eigendur taka við húsinu fullbúnu að utan en óeinangruð að innan.

Áætlað er að skila eigendum húsinu í næstu viku. Starfsfólk Akurs óskar eigendum til hamingju með nýja húsið og vonum að framhaldið gangi vel hjá þeim.