Akraneskaupstaður og Trésmiðjan Akur hafa undirritað samning um framkvæmdir við pressuhús Gámu að Höfðaseli 16 á Akranesi.

Verkefnið felst í að hanna og gera teikningar af breyttu húsi ásamt að framkvæma breytingar á pressuhúsinu. Eins og húsið er í dag þá er það ónothæft fyrir móttöku á sorpi vegna þessa sorpbílarnir sem notast er við eru of stóri til að geta losað sig í húsinu. Framkvæmdir miðast því að hækka húsið frá því sem það er í dag.

Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á vormánuðum.