Í dag hófst loksins reisning á raðhúsinu við Fjólulund 9-11-13 en langvarandi ótíð og leiðinda veður hefur tafið okkur nú í nokkrar vikur með þetta verkefni, en ætlunin var að hefja reisningu í desember s.l.

En nú er verkið komið af stað og vonumst við til að húsið verði fullfrágengið að utan á vormánuðum.