Í byrjun apríl síðast liðinn skrifuðu Trésmiðjan Akur ehf og Neyðarlínan ohf undir verksamning sem felur í sér að Akur byggir 30 hýsi, sem eru rúmlega 7 m2 að stærð. Í þessi hýsi verða settar rafstöðvar sem munu þjóna sem varaaflstöðvar, sem Neyðarlínan ætlar að setja niður um allt land til að auka öryggi á sambandi GSM síma.

Stefnt er að klára þessi 30 hýsi fyrir lok júní n.k.