Í síðast liðinni viku hófust framkvæmdir við fjögurra íbúða raðhús sem Akur byggir við Akralund 8-14. Miðvikudaginn 20. maí var mælt út fyrir greftri og kjölfarið byrjaði Skólflan hf. við að grafa fyrir húsinu. Stefnt er að byrjað verði á undirstöðum í næsta mánuði.

Íbúðirnar er allar jafnstórar eða 166 m2 með þremur svefnherbergjum, sjónvarpsholi og tveimur baðherbergjum. Innangent er milli íbúðar og bílgeymslu. Úr stofu er hurð út á garðsvæði sem snýr í suður.

Stefnt er að íbúðir fari í sölu um mánaðarmótin júní-júlí næst komandi.