Trésmiðjan Akur ehf byggir fjögurra íbúða raðhús við Akralund 8-14 á Akranesi. Hver íbúð er með þremur svefnherbergjum og sérstöku sjónsvarpsholi. Tvö baðherbergi eru í hverri íbúð þar af eitt inn af hjónaherbergi. Innangengt er í bílageymslu og þar er einnig gert ráð fyrir þvottaaðstöðu. Bakgarður snýr í suður, þar sem hægt er að útbúa verönd með heitum potti.

Húsinu verður skilað fullbúnu að utanverðu og óeinangruðu að innan samkvæmt byggingarlýsingu. Eldvarnarveggur milli íbúða verður uppsettur einangraður og klæddur, skv. byggingarlýsingu. Þak hússins er byggt upp með hefðbundnum sperrum og límtrésbitum. Húsið verður klætt báruálklæðningu og hluti með timbri. Gluggar og útihurðir verða álklæddir trégluggar og hurðir. Bílskúrshurðir eru einangraðar stálhurðir uppsettar á brautum. Allar fráveitulagnir verða lagðar, svo og neysluvatnslagnir “rör í rör” innsteyptum í gólfplötu ásamt gólfhitalögnum. Lóð verður grófjöfnuð með mold og malarfyllingu í bílastæðum.

Íbúðir eru komnar í sölu hjá eftirtöldum fasteignasölum, sem gefa allar nánari upplýsingar.

Fasteignamiðlun Vesturlands / fastvest@fastvest.is

Fasteignasalan Hákot / hakot@hakot.is

Fasteignasalan Valhöll / rakel@valholl.is

Grunnmynd af Akralundi 8
Stofa og eldhús Akralundur 8 og 12
Svefnherbergi Akralundur 8 og 12
Götuhlið Akralundur 14 næst á mynd
Garðhlið Akralundur 8 næst á mynd