Stjórn Samtaka iðnaðarins lagði land undir fót og heimsótti nokkur aðildafyrirtæki samtakanna á Vesturlandi. Stjórnin kom til okkar í Trésmiðjunni Akri 7. júní og gáfu sér góðan tíma til að heyra um starfsemi fyrirtæksins fyrr og nú.

Stjórnarmenn Samtaka iðnaðarins, ásamt verkstjóra og framkvæmdastjóra Akurs.
Frá vinstri, Stefán Gísli Örlygsson húsasmíðameistari og verkstjóri hjá Akri, Magnús Hilmar helgason hjá Launafli, Egill Jónsson hjá Össuri, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Halldór Stefánsson framkvæmdastjóri Akurs, Ágúst Þór Pétursson hjá Mannviti, Árni Sigurjónsson formaður SI, Guðrún Halla Finnsdóttir hjá Norðuráli,Vignir Steinþór Halldórsson hjá MótX, Arna Arnardóttir gullsmiður, Sigurður R. Ragnarsson hjá ÍAV og Jónína Guðmundsdóttir hjá Coripharma.