Í byrjun vikunnar var lagt af stað með timbureiningahús frá Akri sem rísa skal á Laugarbakka í Miðfirði. Bifreiðastöð ÞÞÞ flutti húseiningar og efni fyrir okkur á byggingarstað s.l. mánudag. Síðan þá hafa verið þar vaskir og duglegir menn frá Akri við reisningu á húsinu og hefur verkið gengið vel.

Húsið er húsgerð AK 165-1 og aðeins breytt og er um 170 m2 að stærð og verður skilað fokheldu til kaupenda.

Sperrur og stafnar komin á húsið á degi 3