Nú í vikunni var um 72,5 m2 frístundahúsi skilað til eigenda sinna, en það var forsmíðað úr timbureiningum á verkstæði Akurs og reist á steinsteyptar undirstöður, sem eigendur voru búin að gera á lóð í Skorradal. Húsið er klætt með bandsagaðri furuklæðningu að utan. Gluggar og útihurðir eru úr timbri með álkápu að utan.

Eigendur tóku við húsinu fokheldu og óskar starfsfólk Akurs þeim til hamingju með áfangan og vona að þeim gangi allt í haginn með framhaldið.