Undanfarna daga hafa Akursmenn verið að reisa sumarhús í landi Kalastaða. Það er um 116 m2 að stærð og er reist úr timbureiningum sem eru klæddar með bandsagaðri furu að utanverðu. Veggeiningarnar voru forsmíðaðar í verksmiðju Akurs ásamt kraftsperrum sem liggja yfir hluta hússins. Gluggar og útihurðir eru úr timbri með álklæðningu að utan.

Húsinu verður skilað til kaupanda með uppsettum milliveggjum og öllum klæðningu frágengnum á veggi og í lofti. Yfir stofu og eldhúsi eru loft tekin upp og ber límtrésbiti sperrur þar yfir. Framan við stofu og eldhús er sambyggður sólskáli með stórum gluggum. Þaðan er glæsilegt útsýni yfir Hvalfjörðin.