Í dag 8. september hófst gröftur fyrir raðhúsi sem Akur byggir við Álfalund 34-42. Það er Þróttur ehf. sem mun sjá um jarðvinnu við húsið. Um er að ræða fimm íbúða raðhús og verður hver ibúð um 155 m2. Í hverri íbúð verða fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi ásamt sjónvarpsholi, stofu og eldhúsi ásamt þvottaherbergi. Engin bílgeymsla verður með íbúðum, en yfirbyggt bílskýli verður við hverja íbúð. Stæðr bílskýla eru 24 m2 og verða lokuð af á eina hlið með vegg.

Nánari upplýsingar verða gefnar á næstu vikum.