Unnið hefur verið jafnt og þétt í Álfalundi 34-42, en þar hafa jarðvinnuverktakinn Þróttur ehf og pípulagningarfyrirtækið Ylur slf unnið við jarðvinnu, fráveitulagnir, neysluvatnslagnir og gólfhitalagnir undanfarnar vikur. Í gær var gólfplata steypt og ákveðin kaflaskil komin í framkvæmdina. Á næstu viku hefst smíði hússins.

Á næstu dögum verða íbúðir settar í sölu og byggingarlýsing gefin út.