Fréttir og greinaskrif
Sumarleyfi
Trésmiðjan Akur ehf er lokuð vegna sumarleyfa frá 25. júlí til 7. ágúst. Byrjum aftur eftir frí mánudaginn 8. ágúst.
Gleðileg jól
Starfsfólk Trésmiðjunnar Akurs óskar viðskiptavinum sínum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Akurshús í Skagafjörðinn
Enn eitt Akurshúsið rís þessa daganna út á landi. Er þetta fimmta timbureiningahúsið sem Akurs reisir á árinu utan Akraness. Í byrjun vikunnar var húsið flutt á byggingarstað sem er í Varmahlíð. Sem fyrr er það Bifreiðastöð ÞÞÞ sem flytur fyrir okkur húseiningar og...
Frístundahús í Skorradalinn
Nú í vikunni var um 72,5 m2 frístundahúsi skilað til eigenda sinna, en það var forsmíðað úr timbureiningum á verkstæði Akurs og reist á steinsteyptar undirstöður, sem eigendur voru búin að gera á lóð í Skorradal. Húsið er klætt með bandsagaðri furuklæðningu að utan....
Akurshús í Miðfjörðinn
Í byrjun vikunnar var lagt af stað með timbureiningahús frá Akri sem rísa skal á Laugarbakka í Miðfirði. Bifreiðastöð ÞÞÞ flutti húseiningar og efni fyrir okkur á byggingarstað s.l. mánudag. Síðan þá hafa verið þar vaskir og duglegir menn frá Akri við reisningu á...
Íbúðarhús við Bjarkarás 9 í Hvalfjarðarsveit
Í lok ágústmánaðar var íbúðarhúsið við Bjarkarás 9 afhent til eiganda. En framkvæmdir við það hósfust í byrjun ársins. Verkið fólst í að móta og steypa sökkla og gólfplötu ásamt því að smíða og reisa húsið. Fullklára það að utanverðu og gera það tilbúið undir málningu...
Par- og raðhús við Akralund
Vel hefur gengið með framkvæmdir við par- og raðhúsin við Akralund á þessu ári. Raðhúsið Akralundur 8-10-12-14 var afhent kaupendum í febrúar á þessu ári og parhúsið við Akralund 16-18 nú í júlímánuði. Malarpúði undir raðhúsið nr. 20-22-24-26 var tilbúin á apríl....
Stjórn Samtaka iðnaðarins í heimsókn í Akri
Stjórn Samtaka iðnaðarins lagði land undir fót og heimsótti nokkur aðildafyrirtæki samtakanna á Vesturlandi. Stjórnin kom til okkar í Trésmiðjunni Akri 7. júní og gáfu sér góðan tíma til að heyra um starfsemi fyrirtæksins fyrr og nú. Stjórnarmenn Samtaka iðnaðarins,...
Nýtt veiðihús við Hörðudalsá í Dalasýslu
Á haustmánuðum árið 2020 samdi veiðfélag Hörðudalsár við Trésmiðjuna Akur um hönnun og smíði á nýju veiðihúsi við Hörðudalsá. Gamla húsið var orðið úr sér gegnið og ekki talið boðlegt fyrir veiðifólk. Í Hörðudalsá er veitt á tvær stangir og er bæði lax- og...