Verkferill

Fyrsta skrefið er undirritun verksamnings og fylgiskjala, sem eru byggingarlýsingin og samningur um byggingarstjórnun, ef verkkaupi kýs að Akur taki þann þátt að sér.

 

Ef verkkaupi kaupir SUMARhús fokhelt, 1. byggingarstig og hyggst flytja það í heilu lagi, er verkferlið eftirfarandi;

 

Á byggingartímanum undirbýr kaupandi undirstöður fyrir væntanlegt sumarhús. Það er algengast að skipta um jarðveg undir húsum og fylla með frostfrírri fyllingu undir sökkulveggi, skv. teikningum sem kaupandi fær frá Akri.

 

Reisning SUMARhúss að fokheldi (1. byggingarstigi).

Í megin dráttum er verkferlið eftirfarandi;

  • Langbitum/dregurum og gólfbitum komið fyrir.
  • Útveggir reistir og festir við burðarvirki gólfsins.
  • Sperrufestingu komið fyrir kraft- og gaflsperrur komið fyrir.
  • Timburklæðning negld á sperrur.
  • Vindlokum og loftrásarrörum komið fyrir og klætt framan á þakkantin.
  • Þakpappi og þakjárn sett á. Gengið frá áfellum, kjöljárni og skotrennum.
  • Gólf vindlokað, einangrað og klætt.
  • Festingum fyrir þakrennum komið fyrir. (Þakrennur og niðurfallsrör fylgja með, en óuppsett, vegna flutningsins)
  • Klætt undir þakkant og skyggni.

Hafðu samband

12 + 14 =

Smiðjuvöllum 9, 300 Akranes

430 6600

akur@akur.is