Að byggja hús – Hagnýtar upplýsingar

Að byggja hús er ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur á lífsleiðinni. Bæði þarf að takast vel til, uppfylla þær væntingar sem gerðar eru og síðast en ekki síst er um verulega fjárfestingu að ræða.

Hvernig byrjar maður að velta fyrir sér húsbyggingu?

Það er auðvitað misjafnt, en þeir sem byggja í þéttbýli eru oftast búnir að fá lóð úthlutað. Það sem hafa þarf þá í huga þegar velt er fyrir sér húsbyggingu er eftirfarandi:

 

1. Skilmálar og lóðarblað.

Þar kemur fram hvort byggja megi hús á einni hæð eða tveimur eða jafn vel annað hvort, sem er þó sjaldgæft. Stærð lóðar, nýtingarhlutfall, lega á byggingarreit og staðsetning bílastæða.

 

2. Afstaða gagnvart sól.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir afstöðu lóðar gagnvart sól. Algengt er að aðkoma að húsum sé annað hvort úr suðri eða norðri. Ef aðkoma er úr suðri er aðal garður framan við húsið þ.e. götumegin. En á hinn á hinn bóginn ef aðkoman að húsi er úr norðri er aðalgarður sunnan megin við húsið eða bakvið það.

 

3. Stærð lóðar og nýtingarhlutfall.

Í byggingarskilmálum er alltaf getið um nýtingarhlutfall, en það segir til um hver hámarksstærð hússins má vera á viðkomandi lóð. T.d. ef lóð er 750 m2 og nýtingarhlutfall 0,30 má byggja að hámarki 225 m2 hús ásamt bílageymslu (750 m2*0,30 = 225 m2).

 

4. Lega á byggingarreit og fjarlægðir frá lóðamörkum.

Nánast undantekningalaust er afmarkaður byggingarreitur innan lóðamarkanna. Hann segir til um að húsbyggingin þarf að rúmast innan hans. Oft er einnig um að ræða bindandi byggingarlínu, en þá þarf ein hlið hússins að vera á þeirri línu.

Þegar byggt er timburhús er mikilvægt að huga að fjarlægð húss að lóðarmörkum. En skv. byggingarreglurgerð 441/1998 grein 75, eru tilgreindar lámarkfjarlægðir;

3 m frá lóðamörkum. Timburgrind REI60 og klædd með klæðningu í flokki 1. Klæðning í flokki 1 er t.d. Steniplötur eða málm- eða álplötur.

4 m frá lóðamörkum. Timburgrind REI30 og klædd með klæðningu í flokki 1. Klæðning í flokki 1 er t.d. Steniplötur eða málm- eða álplötur.

5 m frá lóðamörkum. Timburgrind REI30 og klædd með klæðningu í flokki 2. Klæðning í flokki 2 er t.d. timburklæðning eða klæðning úr timburafurðum.

Hafðu samband

12 + 6 =

Smiðjuvöllum 9, 300 Akranes

430 6600

akur@akur.is