Trésmiðjan Akur byggir þriggja íbúða raðhús við Fjólulund á Akranesi. Hver íbúð er með tveimur svefnherbergjum og er auðvelt að gera þriðja svefnherbergið í stað sjónvarpshols. Tvö baðherbergi eru í hverri íbúð, þar af eitt inn af hjónaherbergi. Bílgeymsla er stór og þar er einnig gert ráð fyrir þvottaaðstöðu.

Húsið verður klætt með báruálklæðningu og litaðri timburklæðningu að litlum hluta. Gluggar og útihurðir eru úr timbri með álklæðningu að utanverðu. Allar neysluvatnslagnir eru lagðar “rör í rör” og steyptar í gólfplötu. Upphitun íbúða er gerð með gólfhitalögnum.

Íbúðir eru um 156-157 m2 að stærð. Áætlað er að húsin verð fokheld í maí á næsta ári.

Söluaðilar eru;

Eignaborg fasteignasala – Rakel Árnadóttir – www.eignaborg.is

Fasteignasalan Hákot – www.hakot.is

Fasteignamiðlun Vesturlands – www.fastvest.is