Í síðustu viku veiti Creditinfo þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum 2020. Þetta er fimmta árið í röð sem Trésmiðjan Akur er meðal u.m.b. 2% skráðra íslenskra fyrirtækja, en árið 2016 komst Akur fyrst í þennan hóp fyrirtækja í íslandi.

Þennan árangur þökkum við fyrst og fremst samhentum hópi starfsfólks, góðum samstarfsaðilum og viðskiptavinum okkar. Við stefnum ótrauð áfram veginn og vonum að sporin okkar verði öllum góðs.