Á haustmánuðum árið 2020 samdi veiðfélag Hörðudalsár við Trésmiðjuna Akur um hönnun og smíði á nýju veiðihúsi við Hörðudalsá. Gamla húsið var orðið úr sér gegnið og ekki talið boðlegt fyrir veiðifólk. Í Hörðudalsá er veitt á tvær stangir og er bæði lax- og silgungsveiði í ánni.

Félagar í veiðfélaginu gerðu sökkla og steyptu gólfplötu undir húsið fyrir áramót á síaðsta ári. Í marsmánuði á þessu ári komu svo starfsmenn Akurs og reistu húsið. Húsið var afhent veiðfélaginu fokheldu í lok mars og ætla félagar í veiðifélaginu að klára húsið og gera það tilbúið fyrir veiðitímabilið í sumar.