Enn eitt Akurshúsið rís þessa daganna út á landi. Er þetta fimmta timbureiningahúsið sem Akurs reisir á árinu utan Akraness. Í byrjun vikunnar var húsið flutt á byggingarstað sem er í Varmahlíð. Sem fyrr er það Bifreiðastöð ÞÞÞ sem flytur fyrir okkur húseiningar og efni, en lagt var af stað s.l. mánudag. Síðan þá hafa Akursmenn unnið við reisningu á húsinu sem hefur gengið vel.

Húsið er húsgerð AK 172-1, aðeins breytt eftir óskum kaupenda og er 172 m2 að stærð. Því verður skilað á 1. byggingarstig skv. húsabæklingi Akurs.

Miðvikudagur að kvöldi kominn dagur 3 eftir að Akursmenn mættu á svæðið.