Í síðasta mánuði var frístundahús flutt frá verksmiðju okkar að Smiðjuvöllum 9 á undirstöður á lóð í landi Kalastaða í Hvalfjarðarsveit. Húsið sem er rétt tæpir 60 m2 að stærð er klætt með lerkiklæðningu og eru gluggar og útihurðir klædd að utan með áli.

Bifreiðastöð ÞÞÞ sá um flutning á húsinu og Skóflan sá um hífingar. Allt gekk að óskum og er húsið nú komið á sinn stað.