Í þau 64 ár sem Trésmiðjan Akur hefur starfað er einstakt hve gott fólk hefur starfað hjá fyrirtækinu. Góður starfsandi og tryggð starfsmanna til fyrirtækisins er einkennandi. Alltaf eru starfsmenn okkar boðnir og búnir að leggja sig fram og skila góðu verki til handa viðskiptavina okkar, hvort heldur sem er hér í heimahögum eða úti á landi.

Það er fyrst og fremst þeim að þakka að Trésmiðjan Akur hefur verið á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi, en fyrirtækið hefur nú verið á þessum lista óslitið frá árinu 2017.

Við horfum björtum augum fram á veginn með allt þetta góða fólk innanborðs og trúum að framþróun og velgengni fyrirtæksins vaxi og dafni í framtíðinni.