Um miðjan nóvember síðast liðinn kláraði Trésmiðjan Akur byggingu og frágang á frístundahúsinu Birkihlíð 10  í Hvalfjarðarsveit. Húsið var þá afhent eigendum fullbúið með innréttingum og öllu tilbúnu innanhúss. Framkvæmdir við gröft og jarðvinnu hófust í byrjun apríl og tók því verkið um 7 mánuði.

Aðal- og verkfræðiuppdrættir voru unnir í Trésmiðjunnai Akri og raflagnauppdrættir voru unnir af Verkís.

Verktakar sem komu að verkefninu með Akri voru;

Ávalt ehf. Mosfellsbæ – undirstöður

Ó.G. Flísalagnir ehf. Borgarnesi – flísalagnir

Rafdreifing ehf. Mosfellsbæ – raflagnir

Ylur pípulagnir slf. Akranesi – pípulagnir

Þróttur ehf. Akranesi – jarðvinna

Starfsfólk Akurs óskar eigendum til hamingju með þetta fallega hús.