Reisugilli vegna byggingar á raðhúsinu okkar við Álfalund var haldið í gær. Reisning hússins hófst í byrjun ársins og þrátt fyrir leiðindar veður og ótíð undanfarið náðist þessi áfangi í byggingu hússins. Að gömlum og góðum sið var íslenski fáninn dreginn að húni af þessu tilefni.