Í tilefni af 65 ára afmæli Akurs á þessu ári var ákveðið að starfsfólk Akurs ásamt mökum færu til Prag á þessu ári. Ferðin var farin í síðasta mánuði og tóks vel í alla staði. Það var margt að skoða og veðrið lék við okkur allan tímann. Gist var á fínu 5 stjörnu hóteli í hjarta borgarinnar.

Ferðin var skipulögð af Tripical ferðaskrifstofu og stóðst allt plan sem sett var upp. Hér heima var það Hópferðir Reynis sem kom hópunum að og frá Keflavíkurflugvelli.