65 ár frá stofnun Trésmiðjunnar Akurs
20. nóvember 1959 var Trésmiðjan Akur stofnuð. Upphafið má þó rekja allt til 1955 en frá þeim tíma ráku Stefán Teitsson einn af stofnendum Akurs og faðir hans Teitur Stefánsson trésmíðaverkstæði að Sóleyjargötu 6 á Akranesi.
Á heimasíðu fyrirtækisins má finna ágrip af sögunni fyrstu fimmtíu árin. Þar er að finna glærur eins og þessa hér að ofan.