Mánudaginn 5. maí s.l. var lagt af stað með timbureiningahús frá Akri. Húsið sem er hannað og teiknað sérstaklega fyrir kaupendur er um 124 m2 að stærð á einni hæð og mun rísa í Hegranesi í Skagafirði. Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi sá um að flytja húseiningar og efni fyrir okkur á byggingarstað.
Nú eru vaskir menn frá Akri að reisa húsið sem mun á endanum verða skilað til eigenda tilbúnu undir tréverk síðar í sumar.