Fyrir nokkrum dögum kláruðu Akursmenn uppsetningu og frágang að utan á glæsilegu húsi sem staðsett er í Hegranesi í Skagafirði. Húsið er klætt að utan með standandi timburklæðningu og láréttri báruálklæðningu.

Samstarfsaðilar Akurs við framkvæmdina voru:

Nordan ísland ehf. Gylfaflöt 3 Reykjavík. Gluggar og útihurðir frá þeim eru úr timbri með álklæðningu að utan.

GSG Þaklagnir Smiðshöfða 19 Reykjavík. Á þaki er PVC þakdúkur sem GSG Þaklagnir sá um að setja niður og ganga frá.

Á næstu vikum mun Akur ljúka við frágang að innan fyrir kaupendur hússins.