Árið er 1987. “Einingahús flutt út til Grænlands” var fyrirsög á grein í Morgunblaðinu þann 23. apríl. Tilefni greinarinnar var að í marsmánuði voru húseiningar og efni í eitt Akurshús flutt til Grænlands.
Húsið var reist um sumarið í bænum Qaqortog. Umsjón með reisningunni hafði Þráinn Elías Gíslason, húsasmíðameistari hjá Akri á þeim tíma. Þráinn fór einn frá fyrirtækinu til Grænlands og hafði með sér til aðstoðar heimamenn.