Einbýlishúsið við Akralund 30 á Akranesi er selt. Húsið er 196,5 m2 að stærð með innbyggðri bílgeymslu. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Stórt alrými er í húsinu með eldhúsi og stofu samliggjandi. Álklæðning er að utan og eru gluggar og útihurðir klædd með álklæðningu.
Eignin verður afhent nýjum eigendu á nýju ári og óskum við þeim innilega til hamingju.
Húsið er í húsbæklingi Akurs og er af gerðinni E 196-1. Þar er að finna nánari upplýsingar og útfærslur.