Árið er 2001. Í upphafi ársins var Trésmiðjan Akur fengin til að meta ástand turnsins á Akraneskirkju. Niðurstaðan var að endurbyggja þyrfti turninn frá grunni. Verkfræðistofan Hönnun á Akranesi var fengin til að gera byggingaruppdrætti og sjá um verkfræðilega hönnun. Turninn var byggður nákvæmlega eftir þeim gamla og kom Húsafriðunarnefnd ríkissins einnig að verkefninu. Smíði turnsins byrjaði á vormánuðum 2002 og lauk í júní sama ár. Smíðin fór fram innandyra á verkstæði Akurs og var turninn síðan fluttur og hífður á sinn stað af Skóflunni á Akranesi.