Árið er 2008. Í byrjun ársins hófst smíði á sumarhúsi hér við verksmiðju Akurs. Húsið var rúmir 70 m2 að grunnfleti og með svefnlofti yfir hluta hússins. Í júlí sama ár var húsið flutt á undirstöður í landi Barðastaða á Snæfellsnesi.

Flutningurinn gekk að óskum og sá Bifreiðastöð ÞÞÞ um flutninginn og hífingu sá Skóflan á Akranesi um.