Fréttir og greinaskrif

– Brot úr 65 ára sögu –

– Brot úr 65 ára sögu –

Árið er 2008. Í byrjun ársins hófst smíði á sumarhúsi hér við verksmiðju Akurs. Húsið var rúmir 70 m2 að grunnfleti og með svefnlofti yfir hluta hússins. Í júlí sama ár var húsið flutt á undirstöður í landi Barðastaða á Snæfellsnesi. Flutningurinn gekk að óskum og sá...

read more
Gleðileg jól

Gleðileg jól

Starfsfólk Trésmiðjunnar Akurs óskar viðskiptavinum sínum og samstarfsfólki gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Það verður lokað hjá okkur milli jóla og nýárs og fram í janúar. Opnum aftur mánudaginn...

read more
– Brot úr 65 ára sögu –

– Brot úr 65 ára sögu –

Árið er 2001. Í upphafi ársins var Trésmiðjan Akur fengin til að meta ástand turnsins á Akraneskirkju. Niðurstaðan var að endurbyggja þyrfti turninn frá grunni. Verkfræðistofan Hönnun á Akranesi var fengin til að gera byggingaruppdrætti og sjá um verkfræðilega hönnun....

read more
Akralundur 30 Akranesi

Akralundur 30 Akranesi

Einbýlishúsið við Akralund 30 á Akranesi er selt. Húsið er 196,5 m2 að stærð með innbyggðri bílgeymslu. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Stórt alrými er í húsinu með eldhúsi og stofu samliggjandi. Álklæðning er að utan og eru gluggar og útihurðir...

read more
– Brot úr 65 ára sögu –

– Brot úr 65 ára sögu –

Árið er 1965. Trésmiðjan Akur fékk það ár eitt stærsta verkefni sem það hefur unnið frá upphafi. En það var að smíða innréttingar og setja upp í 930 íbúðir í Breiðholti. Verkið var unnið fyrir Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar í Reykjavík. Verkefnið stóð yfir í um 6...

read more
– Brot úr 65 ára sögu  –

– Brot úr 65 ára sögu –

Árið er 1987. “Einingahús flutt út til Grænlands” var fyrirsög á grein í Morgunblaðinu þann 23. apríl. Tilefni greinarinnar var að í marsmánuði voru húseiningar og efni í eitt Akurshús flutt til Grænlands. Húsið var reist um sumarið í bænum Qaqortog. Umsjón með...

read more

65 ár frá stofnun Trésmiðjunnar Akurs 20. nóvember 1959 var Trésmiðjan Akur stofnuð. Upphafið má þó rekja allt til 1955 en frá þeim tíma ráku Stefán Teitsson einn af stofnendum Akurs og faðir hans Teitur Stefánsson trésmíðaverkstæði að Sóleyjargötu 6 á Akranesi. Á...

read more

Sumarleyfi

Trésmiðjan Akur er lokuð frá 29. júlí til 12. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks.

read more
Álfalundur 34 – 42

Álfalundur 34 – 42

Í dag eru bílastæði og stéttar steyptar við Álfalundin. Að utan á eftir að klæða bílskýli og setja í andyrishurðir. Inni er unnið við lagnagrindur í loft og útveggi og er stefnt að íbúðir verði tilbúnar til afhendingar samkvæmt byggingarlýsingu eigi síðar en í október...

read more

Húsasmiðir bætast í hópinn. Í síðasta mánuði bættust tveir í hóp húsasmiða hjá Trésmiðjunni Akri. Þeir Vigfús Kristinn og Jóhann Snorri luku sveinsprófi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Þar áður hafði Eggert Kári bæst í hópinn, en hann lauk sveinsprófi í...

read more