Að byggja sumarhús

Nánast undantekningalaust er fólk búið að kaupa/leigja lóð undir sumarhús áður en það fer að velta fyrir sér hvernig sumarhús það vill. Við kaup/leigu á lóð fá allir lóðarblað og byggingarskilmála, en í þeim kemur fram hvernig hús má byggja á lóðinni, s.s. stærð, litaval o.s.frv. Einnig er nauðsynlegt að átta sig á staðháttum, legu byggingarreit, aðkomu að húsi, heimtaugum og staðsetningu á rotþró.

 

Ef fólk hyggst kaup hús og flytja í heilu lagi þarf að vera klárt, að hægt verði að flytja það á áfangastað. Helstu hindranir á flutningsleiðum geta verið brýr og raflínur. Einnig þarf að vera tryggt, að vegur að lóð þoli flutning og síðast en ekki síst þurfa krani og flutningstæki að komast nánast að undirstöðum hússins.

 

Við flutning á sumarhúsi þarf að tryggja húsið í flutningi. Byggingarfultrúar á byggingarstað og þeim stað sem sumarhúsið er sett niður gefa heimild til flutnings á húsinu til handa lögreglustjóra. En hann gefur síðan endanlegt leyfi fyrir flutningi og fylgir lögregla húsinu á áfangastað.

 

Til fróðleiks þá má reikna með að þungi fullbúins húss sé um 200-250 kg/m2. 60 m2 sumarhús er því um 12-15 tonn.

Hafðu samband

11 + 7 =

Smiðjuvöllum 9, 300 Akranes

430 6600

akur@akur.is