Framleiðslan
Öll framleiðsla AKURShúsa fer fram í verksmiðju okkar að Smiðjuvöllum 9 á Akranesi. Undirbúningur og hönnun alls burðarvirkis og gerð vinnuteikninga fer öll fram innan veggja fyrirtækisins. Þetta eitt eykur gæði og öryggi allrar framleiðslunar enda virkt eftirlit með henni frá upphafi til enda. Efnisgæði og verklag við smíði og frágang timburhúsa hefur breyst mikið í gegnum árin til batnað, bæði vegna nýrra efna sem eru á markaðnum svo og hafa kröfur aukist. Fyrirtækið hefur kappkostað að fylgjast með breytingum og nýjungum á markaðnum og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á byggingarreglugerð.
Við leggjum áherslu á að við reynum að uppfylla allar óskir og þarfir kaupenda. M.a. með breytingum á teikningum, efnisvali, gluggagerðum o.fl. Ef kaupandi vill t.d. hafa Steniklæðningu á húsinu sínu í stað timburklæðningar, sveigjum við framleiðsluna að þeirri klæðningu.
AKURShús – almenn lýsing:
Almenn lýsing á AKURShúsi miðast við hús klædd með standandi bandsagaðri furuklæðningu 1 á 2. Framleiðsla veggeininga og kraftsperra fer fram í verksmiðju okkar og veggeiningarnar eru forsmíðaðar í ákveðnum breiddum og fullkláraðar að utanverðu með ísettum gluggum og útihurðum.
Burðargrind veggeininga, þ.e. stoðir, yfir- og undirstykki ásamt lausholtum, er 45×145 mm styrkleikaflokkuð fura T1. Utan á burðargrind eru settar krossviðarplötur, bæði til vindþéttingar og vindstífingar. Loftunarlistar eru síðan settir undir bandsagaða furuklæðningu sem er klædd standandi 1 á 2. Við notum eingöngu riðfrían saum í klæðningu AKURShúsa.
Stafnar húsanna eru byggðir upp á sama hátt og veggeiningar, en klæðning utan á þá er liggjandi furuklæðning sem er nótuð saman.
Kraftsperrur er smíðaðar úr styrkleikaflokkaðri furu T1. Þversnið fer eftir spennivídd þeirra, en algengast er notað 45×120 mm og 45×95 mm fura í þær. Samsetning þeirra er gerð með gataplötum og heitgalvanhúðuðum kambsaum.
Framleiðslan í stuttu máli
- Hafðu samband við okkur
- Við gerum tilboð
- Þú samþykkir
- Við framleiðum