Undanfarna daga hafa Akursmenn verið að reisa sumarhús í landi Kalastaða. Það er um 116 m2 að stærð og er reist úr timbureiningum sem eru klæddar með bandsagaðri furu að utanverðu. Veggeiningarnar voru forsmíðaðar í verksmiðju Akurs ásamt kraftsperrum sem liggja yfir...
Starfsfólk Trésmiðjunnar Akurs óskar viðskiptavinum sínum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Enn eitt Akurshúsið rís þessa daganna út á landi. Er þetta fimmta timbureiningahúsið sem Akurs reisir á árinu utan Akraness. Í byrjun vikunnar var húsið flutt á byggingarstað sem er í Varmahlíð. Sem fyrr er það Bifreiðastöð ÞÞÞ sem flytur fyrir okkur húseiningar og...
Nú í vikunni var um 72,5 m2 frístundahúsi skilað til eigenda sinna, en það var forsmíðað úr timbureiningum á verkstæði Akurs og reist á steinsteyptar undirstöður, sem eigendur voru búin að gera á lóð í Skorradal. Húsið er klætt með bandsagaðri furuklæðningu að utan....
Í byrjun vikunnar var lagt af stað með timbureiningahús frá Akri sem rísa skal á Laugarbakka í Miðfirði. Bifreiðastöð ÞÞÞ flutti húseiningar og efni fyrir okkur á byggingarstað s.l. mánudag. Síðan þá hafa verið þar vaskir og duglegir menn frá Akri við reisningu á...