Fréttir og greinaskrif
Nýtt raðhús við Akralund 8-14
Í síðast liðinni viku hófust framkvæmdir við fjögurra íbúða raðhús sem Akur byggir við Akralund 8-14. Miðvikudaginn 20. maí var mælt út fyrir greftri og kjölfarið byrjaði Skólflan hf. við að grafa fyrir húsinu. Stefnt er að byrjað verði á undirstöðum í næsta mánuði....
Hýsi fyrir Neyðarlínuna ohf
Í byrjun apríl síðast liðinn skrifuðu Trésmiðjan Akur ehf og Neyðarlínan ohf undir verksamning sem felur í sér að Akur byggir 30 hýsi, sem eru rúmlega 7 m2 að stærð. Í þessi hýsi verða settar rafstöðvar sem munu þjóna sem varaaflstöðvar, sem Neyðarlínan ætlar að setja...
Opnum aftur verkstæði og skrifstofu
4. maí s.l. var slakað á sóttvarnarreglum yfirvalda og höfum við opnað aftur fyrir almenna umgengni á verkstæði og á skrifstofu.
Breyttar umgengisreglur á verkstæði og skrifstofu
Vegna COVID-19 eru breyttar umgengisreglur hjá Trésmiðjunni Akri ehf. Lokað hefur verið fyrir almennan umgang á verkstæði og skrifstofu.Viðskiptavinir sem vantar þjónustu er bent á að hafa samband við Stefán Gísla 860 0066 eða Halldór 860 0061. Einnig er hægt að senda...
Reisugilli
Í dag var haldið reisugilli vegna framkvæmda við raðhúsið við Fjólulund 9-11-13 en þrátt fyrir ótíð undanfarna daga og vikur náðist þessi áfangi í dag. Gaman er að halda í þessa gömlu hefð og flagga íslenska fánanum af þessu tilefni.
Fjólulundur 9-11-13 reisning
Í dag hófst loksins reisning á raðhúsinu við Fjólulund 9-11-13 en langvarandi ótíð og leiðinda veður hefur tafið okkur nú í nokkrar vikur með þetta verkefni, en ætlunin var að hefja reisningu í desember s.l. En nú er verkið komið af stað og vonumst við til að húsið...
Pressuhús Gámu
Akraneskaupstaður og Trésmiðjan Akur hafa undirritað samning um framkvæmdir við pressuhús Gámu að Höfðaseli 16 á Akranesi. Verkefnið felst í að hanna og gera teikningar af breyttu húsi ásamt að framkvæma breytingar á pressuhúsinu. Eins og húsið er í dag þá er það...
Akur – 60 ár í rekstri
Í tilefni af 60 ára afmælis Trésmiðjunnar Akurs hefur fyrirtækið gefið út bækling sem ætlað er að gefa mynd af fyrirtækinu í stuttu máli og myndum. Það er fyrirtækið BorgarÍmynd sem sá um útgáfu á bæklingnum. Bæklinginn er hægt að nálgast hér á forsíðu heimsíðunnar,...
Gleðileg jól
60 ár frá stofnun Trésmiðjunnar Akurs
Í dag er stofndagur Trésmiðjunnar Akur, en textinn hér að neðan er fengin úr grein sem birtist í Skesshorni í dag í tilefni af 60 ára afmæli fyrirtæksins. Trésmiðjan Akur var stofnuð af þrennum hjónum 20. nóvember 1959. Þetta voru þau Magnús Lárusson húsgagnasmiður og...